
Landsréttur lækkar umtalsvert málskostnað til eigenda Borgarbrautar 57-59
Með úrskurði sínum á dögunum hefur Landsréttur lækkað mjög málskostnað þann er Héraðsdómur Vesturlands hafði dæmt til handa eigendum fjölbýlishússins að Borgarbraut 57-59 í Borgarnesi, eða úr 37,5 milljónum í 4,2 milljónir. Forsaga málsins er sú að fljótlega eftir að flutt var í fjölbýlishúsið á sínum tíma fór að bera á miklum göllum einkum leka í gluggum hússins. Eftir áralangar viðræður og deilur höfðuðu eigendurnir mál gegn Húsum og Lóðum ehf., Snorra Hjaltasyni, TM tryggingum og Stefáni Magnúsi Ólafssyni og kröfuðst bóta vegna meintra galla.