
Kristín Minney Pétursdóttir tekur fyrstu skóflustunguna.
Fyrsta skóflustunga á Fólóreitnum
Síðdegis á föstudaginn var tekin fyrsta skóflustunga væntanlegra byggingaframkvæmda á lóð Kirkjubrautar 39 á Akranesi. Þar stóð lengi Fólksbílastöðin eða „Fóló“ eins og hún var löngum nefnd. Á lóðinni mun rísa hús með 21 íbúð á efri hæðum auka verslunar- og þjónusturýma á jarðhæð. Þá verður einnig bílakjallari undir húsinu.