Fréttir

true

Akraneskaupstaður þrýstir á styttingu leikskóladvalar með lækkun og hækkun gjalda

Bæjarráð Akraness samþykkti á fundi sínum á miðvikudaginn tillögur skóla- og frístundaráðs um breytingu á leikskólagjöldum. Breytingin veitir afslætti á bilinu 25-35% til þeirra er dvelja sjö tíma eða styttra en hækkar umtalsvert kostnað þeirra er dvelja lengur en átta tíma eða um allt að 40%. Gjaldskrá utan hefðbundins dagvinnutíma þrefaldast í verði. Rúmlega 400…Lesa meira

true

Handritahátíð á Eiríksstöðum um næstu helgi

Helgina 12. og 13. júlí næstkomandi er helguð sögnum og handritum á Eiríksstöðum í Haukadal. Á dagskrá er sitthvað fyrir alla, jafnt unga sem aldna; leikir, sögur, hægt er að skoða og sjá, enda verða mörg járn í eldinum þessa helgi. Sútarar, bókasafnarar, prestar, sögufólk og fleiri leggja leið sína á Eiríksstaði þessa helgi til…Lesa meira

true

Ólafsvíkurvaka heppnaðist með ágætum – myndasyrpa

Ólafsvíkurvaka var haldin um helgina í brakandi blíðu og sól, eins og reyndar venja er þegar þessi bæjarhátíð fer fram. Margt var í boði á hátíðinni, fyrir alla aldurshópa og gestir voru fjölmargir. Myndaðist góð stemning og götur bæjarins voru fullar af fólki sem spókaði sig um í blíðunni. Þétt dagskrá byrjaði strax á fimmtudaginn…Lesa meira

true

Lokadagur Fjórðungsmóts Vesturlands runninn upp

Fjórðungsmóti Vesturlands lýkur í Borgarnesi í dag. Þá fara fram A úrslit í öllum flokkum, en dagskráin stendur frá klukkan 12-16. Ástæða er til að hvetja alla áhugasama að mæta í brekkuna og sjá úrval þeirra hrossa og knapa sem tekið hafa þátt í forkeppnum á mótinu. Fram til þessa hefur mótið gengið prýðilega fyrir…Lesa meira

true

Mótorhjólaslys í Staðarsveit

Eftir hádegi í gær varð mótorhjólaslys í Staðarsveit á Snæfellsnesi. Fréttavefur Ríkisútvarpsins greindi frá. Ökumaður missti stjórn á hjóli sínu og ók útaf. Vegfarendur komu að vettvangi, tilkynntu um slysið og hlúðu að ökumanni. Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð til og flutti hún manninn á spítala í Reykjavík. Ekki liggja fyrir upplýsingar um líðan hans.Lesa meira

true

Ástand Snæfellsnesvegar hefur aldrei verið verra

Á fundi bæjarráðs Grundarfjarðar síðastliðinn fimmtudag var fjallað um vegamál, ástand þjóðvegar 54, Snæfellsnesvegar. Bent er á að ástand vegarins hafi aldrei verið verra. Á það ekki síst við í næsta nágrenni Grundarfjarðar, á Snæfellsnesi og langleiðina suður í Borgarnes. „Bæjarstjórn hefur margsinnis gert athugasemdir við hættulegt ástand þjóðvegarins. Fyrr á þessu ári sendu sveitarstjórnir…Lesa meira

true

Hola!

Nýverið hófst bráðskemmtileg ljósmyndasamkeppni í Dölum undir heitinu „Skógarströnd 2025.“ Í henni skora nokkrir öflugir íbúar á vini sína að taka þátt, því af nógu er að taka þegar horft er til þess myndefnis sem óskað er eftir. „Þið takið mynd af ykkur með holum á malarkafla Snæfellsnesvegar nr. 54, svokölluðum Skógarstrandarvegi, og birtið á…Lesa meira

true

Þúsund tonnum bætt við strandveiðikvótann

Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra undirritaði í gær breytingu á reglugerð um veiðar í atvinnuskyni. Breytingin heimilar auknar aflaheimildir til strandveiða sem nemur 1.032 tonnum á yfirstandandi fiskveiðiári. Heildar kvótinn fer þá úr 10.000 tonnum í 11.032 tonn. „Svigrúm til aukinna aflaheimilda skapaðist í gegnum viðskipti Fiskistofu á skiptimarkaði á íslenskri sumargotssíld. Boðin voru 5.478 tonn…Lesa meira

true

Stefna að gjaldfrjálsri nýrri líkbrennslu

Dómsmálaráðherra og Kirkjugarðar Reykjavíkur hafa undirritað viljayfirlýsingu um fjárframlag Ríkissjóðs til uppbyggingar nýrrar líkbrennslu í Gufuneskirkjugarði í Reykjavík. Kirkjugarðar Reykjavíkur eru í senn reknir sem sjálfseignarstofnun og almannaheillafélag, sem starfar meðal annars að líkbrennslu á grundvelli samkomulags við íslenska ríkið. „Um er að ræða mikilvægt skref til að leysa þann bráðavanda sem legið hefur fyrir…Lesa meira

true

Samið um orkuskipti í Flatey

Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, og Elías Jónatansson, forstjóri Orkubús Vestfjarða, undirrituðu í síðustu viku samning um orkuskipti í Flatey á Breiðafirði. Samningurinn leggur grunninn að nýtingu fjölbreyttra endurnýjanlegra orkugjafa í raforkukerfi eyjarinnar og mun um leið draga verulega úr notkun jarðefnaeldsneytis við framleiðslu raforku. Gert er ráð fyrir að með orkuskiptaðgerðunum verði…Lesa meira