
Hola!
Nýverið hófst bráðskemmtileg ljósmyndasamkeppni í Dölum undir heitinu „Skógarströnd 2025.“ Í henni skora nokkrir öflugir íbúar á vini sína að taka þátt, því af nógu er að taka þegar horft er til þess myndefnis sem óskað er eftir. „Þið takið mynd af ykkur með holum á malarkafla Snæfellsnesvegar nr. 54, svokölluðum Skógarstrandarvegi, og birtið á samfélagsmiðlum undir myllumerkinu: #Skógarströnd2025. Keppnin stendur frá 18. júní og til 31. júlí. „Vegleg“ verðlaun verða veitt fyrir myndina sem fær flest viðbrögð á samfélagsmiðlum. Nauðsynlegt er að deila með myllumerkjunum: #Skógarströnd2025 #betrisamgöngur og #samgönguáætlun