
Hópurinn sem sýndi ræktun Ollu í Nýjabæ. Næstur á mynd er Aðall, 26 vetra stóðhestur sem enn er í fullu fjöri. Ljósm. mm
Lokadagur Fjórðungsmóts Vesturlands runninn upp
Fjórðungsmóti Vesturlands lýkur í Borgarnesi í dag. Þá fara fram A úrslit í öllum flokkum, en dagskráin stendur frá klukkan 12-16. Ástæða er til að hvetja alla áhugasama að mæta í brekkuna og sjá úrval þeirra hrossa og knapa sem tekið hafa þátt í forkeppnum á mótinu. Fram til þessa hefur mótið gengið prýðilega fyrir sig, skipulagning góð, hestakostur sömuleiðis og knapar framúrskarandi.