
Regnbogahlaupið var litskrúðugt að vanda. Ljósmyndir: af
Ólafsvíkurvaka heppnaðist með ágætum – myndasyrpa
Ólafsvíkurvaka var haldin um helgina í brakandi blíðu og sól, eins og reyndar venja er þegar þessi bæjarhátíð fer fram. Margt var í boði á hátíðinni, fyrir alla aldurshópa og gestir voru fjölmargir. Myndaðist góð stemning og götur bæjarins voru fullar af fólki sem spókaði sig um í blíðunni. Þétt dagskrá byrjaði strax á fimmtudaginn með sandkastalagerð í fjörunni og voru mörg börn sem létu á byggingarhæfileika sína reyna og svo var boðið upp á grillaðir sigurpúða. Seinna um daginn var fjölskyldudiskó í íþróttahúsinu.