Fréttir
Löndun á strandveiðiafla í Grundarfirði í vor. Ljósm. tfk

Þúsund tonnum bætt við strandveiðikvótann

Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra undirritaði í gær breytingu á reglugerð um veiðar í atvinnuskyni. Breytingin heimilar auknar aflaheimildir til strandveiða sem nemur 1.032 tonnum á yfirstandandi fiskveiðiári. Heildar kvótinn fer þá úr 10.000 tonnum í 11.032 tonn. „Svigrúm til aukinna aflaheimilda skapaðist í gegnum viðskipti Fiskistofu á skiptimarkaði á íslenskri sumargotssíld. Boðin voru 5.478 tonn sem 1.032 tonn af þorski fengust fyrir og hafði ekki verið ráðstafað á yfirstandandi fiskveiðiári,“ segir í tilkynningu.