
Þessi mynd lýsir stemningunni síðdegis á laugardaginn; veðrinu og rólegheitum hjá mannskapnum. Ljósm. mm
Írskir dagar tókust vel í frábæru veðri – myndasyrpa
Bæjarhátíðin Írskir dagar á Akranesi fór fram í síðustu viku, en hátíðinni lauk í gær. Veðrið lék við bæjarbúa og gesti þeirra nær allan tímann. Mikill fjöldi sótti hátíðina heim. Flestir komu saman á Brekkusöng á Þyrlupallinum en í kjölfarið var hin árlega Lopapeysa á hafnarsvæðinu. Að sögn lögreglu gekk hátíðin vel fyrir sig þrátt fyrir fjölmenni.