
Frá útskrift úr lögreglufræði fyrr í sumar. Ljósm. unak.is
Metaðsókn er í lögreglunám
Aldrei hafa fleiri umsóknir borist um nám í lögreglufræði fyrir verðandi lögreglumenn við Háskólann á Akureyri. Alls bárust 250 umsóknir. Inntökupróf stóðu svo yfir mest allan apríl mánuð. Nú liggur fyrir að 96 nýnemar munu hefja nám við skólann í haust og er það metfjöldi nýnema í náminu.