
Reiknað með 1.200 milljónum á Vestursvæði úr aukafjárveitingu
Fjáraukalög III, þar sem gerð var tillaga um þriggja milljarða aukafjárveitingu til neyðarviðgerða á vegkerfinu, voru loks samþykkt á Alþingi á laugardaginn. Þessarar aukafjárveitingar hefur lengi verði beðið enda líður hratt á þann tíma sem vænlegur er til slíkra framkvæmda.