Fréttir

true

Klifrað í klettunum við Landnámssetrið

Í Suðurnesklettum við Landnámssetrið í Borgarnesi er nú í gangi klifurnámskeið. Á því eru nemendur í 5. til 7. bekk grunnskólans. Páll Einarsson er kennari á námskeiðinu en hann rekur ásamt Agnesi Hjaltalín Andradóttur fyrirtækið Úti er ævintýri. Saman hafa þau staðið fyrir útivistarkennslu í Borgarnesi undanfarin misseri, þar á meðal fjallamennskuáfanga í Menntaskóla Borgarfjarðar…Lesa meira

true

Stefnir á píanótónleika í Borgarneskirkju

Píanóleikarinn Benjamín Gísli Einarsson leggur af stað í tónleikaferðalag um Ísland dagana 19. til 29. júní næstkomandi. Þar mun hann leika eigin tónsmíðar í bland við íslenskar dægurlagaperlur í eigin útsetningum. Fimmtudaginn 19. júní klukkan 20 heldur hann tónleika í Borgarneskirkju. Þar verður miðaverð 3500 kr en frítt er fyrir börn 12 ára og yngri…Lesa meira

true

Hvalfjarðarsveit hafnar nýrri efnisnámu

Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar hefur hafnað að vinna að breytingu á aðalskipulagi sveitarfélagsins svo heimilt verði að hefja efnistöku og efnislosun á landi Gandheima og landi Geldigaár. Það var Námufjélagið ehf. í Reykjavík, Hafsteinn Hrafn Daníelsson og Hafsteinn Daníelsson ehf. sem óskuðu heimildarinnar á jörðunum sem eru annars vegar í eigu Hafsteins og Hafsteins Daníelssonar ehf. Svæðið…Lesa meira

true

Laugar í Sælingsdal í hendur nýrra eigenda

Sveitarstjórn Dalabyggðar samþykkti á fundi sínum í gær sölu eigna sveitarfélagsins á Laugum í Sælingsdal til fyrirtækisins Laxár ehf. Söluverðið er 270 milljónir króna sem byggt er á kaupleigusamningi sem gerður var 2022. Samningurinn nær til tíu fasteigna við Laugar. Stærst eignanna er gamla skólahúsið sem nú er innréttað sem hótel með 42 herbergjum. Þá…Lesa meira

true

Samið um smíði björgunarskipa númer sjö og átta

Í byrjun vikunnar skrifuðu formaður og framkvæmdastjóri Slysavarnafélagsins Landsbjargar undir samning við finnsku skipasmíðastöðina Kewatec um smíði björgunarskipa númer sjö og átta í endurnýjunarferli allra þrettán björgunarskipa félagsins. Skipin verða afhent á næsta ári og áætlað er að þau fari á Vopnafjörð og Patreksfjörð. Áætluð afhending er fyrri hluta sumars fyrir fyrra skipið og að…Lesa meira

true

Nýtt stórhýsi Þróttar sprettur upp

Á undanförnum vikum hefur nýtt hús tekið á sig æ stærri mynd í Lækjarflóa ofan Akraness. Húsið mun í fyllingu tímans hýsa starfsemi jarðvinnufyrirtækisins Þróttar ehf. á Akranesi sem undanfarna áratugi hefur haft aðsetur á Ægisbraut. Að sögn Helga Ómars Þorsteinssonar framkvæmdastjóra verður húsið ríflega 1.300 fermetrar að stærð. Hluti þess verður á tveimur hæðum.…Lesa meira

true

Matvælastofnun varar við kræklingi úr Hvalfirði

Eiturþörungar hafa ár eftir ár verið viðvarandi í sjó í Hvalfirði yfir sumartímann. Maí og júní hafa verið sólríkir og er ástæða til að ætla að eiturþörungar í sjó dafni víða vel. Því varar Matvælastofnun almenning við því að tína og borða krækling í Hvalfirði og öðrum vinsælum stöðum til kræklingatínslu við landið. Margir þekkja…Lesa meira

true

Úthlutað úr sprotasjóði skóla

Sprotasjóður leik,- grunn- og framhaldsskóla hefur úthlutað 81 milljón króna til 30 skólaþróunarverkefna fyrir næsta skólaár. Guðmundur Ingi Kristinsson, mennta- og barnamálaráðherra og Bragi Þór Svavarsson, formaður stjórnar sjóðsins, afhentu styrkina við hátíðlega athöfn í mennta- og barnamálaráðuneytinu. Sprotasjóður styður við þróun og nýjungar í skólastarfi í samræmi við stefnu stjórnvalda og aðalnámskrá viðkomandi skólastiga,…Lesa meira

true

Ágreiningur um hversu fljótt verði gengið í niðurrif í Brákarey

Fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í sveitarstjórn Borgarbyggðar vill seinka niðurrifi sláturhússins í Brákarey, sem almennt eru kallaðar burstirnar þrjár, og telur það standa sveitarstjórn nær að eyða þeirri óvissu sem ríkt hefur hjá öðrum eigendum fasteigna í Brákarey vegna skipulagsmála. Allt frá því að Borgarbyggð festi kaup á sláturhúsinu í Brákarey árið 2005 hafa verið uppi ýmsar…Lesa meira

true

LbhÍ sinnir áfram rannsóknum á fræðasviði sínu

Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra og Ragnheiður Inga Þórarinsdóttir rektor Landbúnaðarháskóla Íslands (LbhÍ) hafa undirritað samning um áframhaldandi þjónustu á sviði rannsókna, þróunarvinnu og sérhæfðrar ráðgjafar fyrir árin 2025-2027. „Markmið samningsins er að stuðla að öflugum rannsóknum og nýsköpunar- og þróunarstarfsemi á sviði landbúnaðar- og matvælaframleiðslu. Atvinnuvegaráðuneytið felur LbhÍ að vinna að verkefnum er varða rannsóknir,…Lesa meira