
Laugar í Sælingsdal í hendur nýrra eigenda
Sveitarstjórn Dalabyggðar samþykkti á fundi sínum í gær sölu eigna sveitarfélagsins á Laugum í Sælingsdal til fyrirtækisins Laxár ehf. Söluverðið er 270 milljónir króna sem byggt er á kaupleigusamningi sem gerður var 2022. Samningurinn nær til tíu fasteigna við Laugar. Stærst eignanna er gamla skólahúsið sem nú er innréttað sem hótel með 42 herbergjum. Þá fylgja fjögur einbýlishús, sundlaug, íþróttahús, tjaldsvæði og náttúrulaugin Guðrúnarlaug. Eignunum fylgja 13,6 hektarar lands. Húseignirnar voru byggðar á árunum 1953 til 1988.