Fréttir
Ingibjörg, björgunaskip félagsins, sem er væntanlegt til landsins og fer til Hafnar. Ljósmyndir: Landsbjörg

Samið um smíði björgunarskipa númer sjö og átta

Í byrjun vikunnar skrifuðu formaður og framkvæmdastjóri Slysavarnafélagsins Landsbjargar undir samning við finnsku skipasmíðastöðina Kewatec um smíði björgunarskipa númer sjö og átta í endurnýjunarferli allra þrettán björgunarskipa félagsins. Skipin verða afhent á næsta ári og áætlað er að þau fari á Vopnafjörð og Patreksfjörð. Áætluð afhending er fyrri hluta sumars fyrir fyrra skipið og að hausti það síðara. Þegar sá tími kemur verður búið að endurnýja 60% björgunarskipa félagsins frá því að fyrsta skipið var afhent haustið 2022 í Vestmannaeyjum.