Fréttir
Malarnáma ofan við bæinn Skorholt en fjær og handan Vesturlandsvegar fyrir miðri mynd er bærinn Geldingaá. Ljósm. úr safni/mm

Hvalfjarðarsveit hafnar nýrri efnisnámu

Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar hefur hafnað að vinna að breytingu á aðalskipulagi sveitarfélagsins svo heimilt verði að hefja efnistöku og efnislosun á landi Gandheima og landi Geldigaár. Það var Námufjélagið ehf. í Reykjavík, Hafsteinn Hrafn Daníelsson og Hafsteinn Daníelsson ehf. sem óskuðu heimildarinnar á jörðunum sem eru annars vegar í eigu Hafsteins og Hafsteins Daníelssonar ehf. Svæðið er staðsett norðan við Leirárvoga, austan við Vesturlandsveg og var athafnasvæðið áætlað samtals um 72 hektarar. Það er í dag skilgreint sem landbúnaðarsvæði.