
Matvælastofnun varar við kræklingi úr Hvalfirði
Eiturþörungar hafa ár eftir ár verið viðvarandi í sjó í Hvalfirði yfir sumartímann. Maí og júní hafa verið sólríkir og er ástæða til að ætla að eiturþörungar í sjó dafni víða vel. Því varar Matvælastofnun almenning við því að tína og borða krækling í Hvalfirði og öðrum vinsælum stöðum til kræklingatínslu við landið.