Fréttir

Stefnir á píanótónleika í Borgarneskirkju

Píanóleikarinn Benjamín Gísli Einarsson leggur af stað í tónleikaferðalag um Ísland dagana 19. til 29. júní næstkomandi. Þar mun hann leika eigin tónsmíðar í bland við íslenskar dægurlagaperlur í eigin útsetningum. Fimmtudaginn 19. júní klukkan 20 heldur hann tónleika í Borgarneskirkju. Þar verður miðaverð 3500 kr en frítt er fyrir börn 12 ára og yngri í fylgd með fullorðnum. Til gamans má geta að Benjamín á rætur í Þverárhlíð, en afi hans og amma; þau Jón og Guðrún, búa í Lindarhvoli.

Stefnir á píanótónleika í Borgarneskirkju - Skessuhorn