Fréttir

LbhÍ sinnir áfram rannsóknum á fræðasviði sínu

Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra og Ragnheiður Inga Þórarinsdóttir rektor Landbúnaðarháskóla Íslands (LbhÍ) hafa undirritað samning um áframhaldandi þjónustu á sviði rannsókna, þróunarvinnu og sérhæfðrar ráðgjafar fyrir árin 2025-2027. „Markmið samningsins er að stuðla að öflugum rannsóknum og nýsköpunar- og þróunarstarfsemi á sviði landbúnaðar- og matvælaframleiðslu. Atvinnuvegaráðuneytið felur LbhÍ að vinna að verkefnum er varða rannsóknir, þróun og nýsköpun sem miða að því að styrkja megináherslur í landbúnaði samkvæmt landbúnaðarstefnu og öðrum stefnum og áherslum stjórnvalda,“ segir í tilkynningu.