Fréttir

Klifrað í klettunum við Landnámssetrið

Í Suðurnesklettum við Landnámssetrið í Borgarnesi er nú í gangi klifurnámskeið. Á því eru nemendur í 5. til 7. bekk grunnskólans. Páll Einarsson er kennari á námskeiðinu en hann rekur ásamt Agnesi Hjaltalín Andradóttur fyrirtækið Úti er ævintýri. Saman hafa þau staðið fyrir útivistarkennslu í Borgarnesi undanfarin misseri, þar á meðal fjallamennskuáfanga í Menntaskóla Borgarfjarðar og umsjón með starfi ungliðasveitarinnar Glanna.

Klifrað í klettunum við Landnámssetrið - Skessuhorn