
Mennta- og barnamálaráðherra ásamt styrkþegum og stjórnarformanni Sprotasjóðs. Ljósm. Stjórnarráðið
Úthlutað úr sprotasjóði skóla
Sprotasjóður leik,- grunn- og framhaldsskóla hefur úthlutað 81 milljón króna til 30 skólaþróunarverkefna fyrir næsta skólaár. Guðmundur Ingi Kristinsson, mennta- og barnamálaráðherra og Bragi Þór Svavarsson, formaður stjórnar sjóðsins, afhentu styrkina við hátíðlega athöfn í mennta- og barnamálaráðuneytinu. Sprotasjóður styður við þróun og nýjungar í skólastarfi í samræmi við stefnu stjórnvalda og aðalnámskrá viðkomandi skólastiga, en umsýsla er hjá Rannís. Áherslusvið sjóðsins árið 2025 voru; „leikurinn sem leið til náms, gervigreind og grunnþáttur menntunar - Læsi.“ Samtals barst sjóðnum 61 umsókn og alls var sótt um 204 milljónir króna.