Fréttir

true

Veggurinn sem vaknar – vígsla vegglistaverks

Laugardaginn 14. júní kl. 19:30 vaknar veggurinn á Dalíu í Búðardal til lífsins. Þá verður nýtt veggjalistaverk eftir Fitore Alísdóttur Berisha, Endurspeglun, formlega vígt. Þetta áhrifamikla verk prýðir nú austurvegg menningarhússins Dalíu og endurspeglar tengsl fólks og staðar í gegnum tíma og tilveru. „Það táknar djúp tengsl okkar við landið og fólkið sem hefur komið…Lesa meira

true

„Ég er mjög tengdur þessum stað“

Spjallað við Þórð lækni sem hefur í rúm þrjátíu ár annast heilsu fólks allt frá Bröttubrekku og vestur í Kjálkafjörð Það er blíðviðrisdagur þegar blaðamaður ber að dyrum á heimili Þórðar Ingólfssonar læknis í Búðardal. Fríða kona hans kemur til dyra og segir Þórð vera væntanlegan innan nokkurra mínútna. Það reynist rétt og innan skamms…Lesa meira

true

Segir brýnt að auka ekki óvissu með frekari töfum

Skipulagsmál í Brákarey í Borgarnesi komust enn einu sinni í sviðsljósið þegar Sigurður Guðmundsson fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í sveitarstjórn Borgarbyggðar vildi seinka niðurrifi húseigna sveitarfélagsins í eynni og nær væri að eytt væri þeirri óvissu sem fasteignaeigendur og atvinnurekendur byggju við í skipulagsmálum. Í samtali við Skessuhorn segir Guðlveig Lind Eyglóardóttir, forseti sveitarstjórnar Borgarbyggðar, vissulega brýnt…Lesa meira

true

Stofnað verði samgöngufélagið Þjóðbraut

Jens Garðar Helgason og nítján aðrir þingmenn úr Sjálfstæðisflokki, Framóknarflokki og Miðflokki hafa lagt fram á Alþingi þingsályktunartillögu um stofnun samgögnfélagsins Þjóðbrautar. Í tillögunni er lagt til að Alþingi feli innviðaráðherra að láta framkvæma heildstæða úttekt á þeim möguleika að stofna samgöngufélag sem verði hlutafélag sem hafi það hlutverk að fjármagna, byggja, eiga og reka…Lesa meira

true

Hraustleg opnun í Þverá

„Þetta var frábær opnun í Þverá; sú besta frá árinu 2016 og þetta byrjar því vel,“ sagði Aðalsteinn Pétursson um byrjun laxveiðisumarsins í Þverá í Borgarfirði þetta árið. Hann bætti við að það hefðu veiðst 26 laxar. „Þetta voru mest flottar hrygnur sem voru að býta á; frá 80 og upp í 90 sentimetrar. Greinilega…Lesa meira

true

Norðurálsmótið fertugt en aldrei ferskara

Einn af hápuntum mannlífsflórunnar á Akranesi og þótt víðar væri leitað, Norðurálsmótið í knattspyrnu, verður haldið í næstu viku. Fjörtíu ár eru síðan mótið var haldið í fyrsta skipti en mótið er síungt og þátttakendur hafa aldrei verið fleiri. Á þjóðhátíðardaginn 17. júní verður nokkurs konar hliðarmót fyrir stráka og stelpur úr 8. flokki. Hið…Lesa meira

true

Héldu þrjú hundraðasta fund bæjarstjórnar

Í gær voru merk tímamót í Grundarfirði þegar haldinn var 300. fundur í bæjarstjórn. Sú talning hófst þegar nafni sveitarfélagsins var breytt úr Eyrarsveit í Grundarfjarðarbæ eftir nafnakosningu í nóvember 2001, en þá varð hreppsnefnd Eyrarsveitar að bæjarstjórn Grundarfjarðarbæjar. Á fundi bæjarstjórnar nú voru vegamál enn og aftur á dagskrá, líkt og á 200. fundinum…Lesa meira

true

Eins gott að finnast gaman að reikna

Rætt við Magnínu G. Kristjánsdóttur fjármálastjóra Dalabyggðar. Hún á áratuga starf að baki fyrir sveitarfélagið og hefur unnið þar með níu sveitarstjórum Magnína er Dalakona. Hún átti heima á Sámsstöðum í Laxárdal til sjö ára aldurs en Guðbjörg Margrét Jónsdóttir móðir hennar er þaðan og þar bjuggu móðurafi hennar og amma. Faðir Magnínu, Kristján Gunnlaugur…Lesa meira

true

Ólík sveitarfélög Borgarbyggð og Skorradalshreppur

Samstarfsnefnd Borgarbyggðar og Skorradalshrepps hefur lagt til að sveitarfélögin verði sameinuð. Í haust munu íbúar sveitarfélaganna ganga að kjörborðinu og taka hina endanlegu ákvörðun í málinu. Þó sveitarfélögin tvö séu samliggjandi eru þau í eðli sínu afar ólík í grunninn. Ekki síst í fjölda íbúa. Íbúar Borgarbyggðar voru 4.355 talsins 1. janúar 2025 en íbúar…Lesa meira