Fréttir
Aðalsteinn Pétursson og Andrés Eyjólfsson með lax eftir skemmtilega viðureign.

Hraustleg opnun í Þverá

„Þetta var frábær opnun í Þverá; sú besta frá árinu 2016 og þetta byrjar því vel,“ sagði Aðalsteinn Pétursson um byrjun laxveiðisumarsins í Þverá í Borgarfirði þetta árið. Hann bætti við að það hefðu veiðst 26 laxar. „Þetta voru mest flottar hrygnur sem voru að býta á; frá 80 og upp í 90 sentimetrar. Greinilega er mikið af fiski að ganga í ána, en vatnið er gott í Þverá. Kjarará verður opnuð 15. júní og verður fróðlegt að sjá hvort fiskurinn er kominn á fjallið. Meðal veiðimanna þar í opnun verður Þórarinn Sigþórsson.

Hraustleg opnun í Þverá - Skessuhorn