Fréttir

Veggurinn sem vaknar – vígsla vegglistaverks

Laugardaginn 14. júní kl. 19:30 vaknar veggurinn á Dalíu í Búðardal til lífsins. Þá verður nýtt veggjalistaverk eftir Fitore Alísdóttur Berisha, Endurspeglun, formlega vígt. Þetta áhrifamikla verk prýðir nú austurvegg menningarhússins Dalíu og endurspeglar tengsl fólks og staðar í gegnum tíma og tilveru. „Það táknar djúp tengsl okkar við landið og fólkið sem hefur komið í Dalina. Það tengir fortíð og nútíð og vísar til framtíðar. Í listinni vinnum við með sögur og hefðir, en tökum á móti nýjum sjónarmiðum og endurspeglum hvernig við tengjumst og höldum sameinuð áfram,“ segir listakonan Fitore Alísdóttir, sem vann verkið í samstarfi við menningarframleiðslufyrirtækið Kruss á Erpsstöðum.

Veggurinn sem vaknar – vígsla vegglistaverks - Skessuhorn