
Brákarey í vikunni. Ljósm. mm
Segir brýnt að auka ekki óvissu með frekari töfum
Skipulagsmál í Brákarey í Borgarnesi komust enn einu sinni í sviðsljósið þegar Sigurður Guðmundsson fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í sveitarstjórn Borgarbyggðar vildi seinka niðurrifi húseigna sveitarfélagsins í eynni og nær væri að eytt væri þeirri óvissu sem fasteignaeigendur og atvinnurekendur byggju við í skipulagsmálum. Í samtali við Skessuhorn segir Guðlveig Lind Eyglóardóttir, forseti sveitarstjórnar Borgarbyggðar, vissulega brýnt að eyða óvissu í málefnum Brákareyjar og liður í því sé að ljúka sem fyrst niðurrifi fasteigna sveitarfélagsins.