
Fundarmenn á 300. fundi bæjarstjórnar. F.v. Garðar Svansson, Loftur Árni Björgvinsson, Jósef Ó. Kjartansson forseti bæjarstjórnar, Björg Ágústsdóttir bæjarstjóri, Signý Gunnarsdóttir, Bjarni Sigurbjörnsson, Davíð Magnússon og Marta Magnúsdóttir varabæjarfulltrúi. Ljósm. Grundarfjarðarbær
Héldu þrjú hundraðasta fund bæjarstjórnar
Í gær voru merk tímamót í Grundarfirði þegar haldinn var 300. fundur í bæjarstjórn. Sú talning hófst þegar nafni sveitarfélagsins var breytt úr Eyrarsveit í Grundarfjarðarbæ eftir nafnakosningu í nóvember 2001, en þá varð hreppsnefnd Eyrarsveitar að bæjarstjórn Grundarfjarðarbæjar.