Íþróttir
Svipmynd frá Norðurálsmóti 2019. Ljósm. gbh

Norðurálsmótið fertugt en aldrei ferskara

Einn af hápuntum mannlífsflórunnar á Akranesi og þótt víðar væri leitað, Norðurálsmótið í knattspyrnu, verður haldið í næstu viku. Fjörtíu ár eru síðan mótið var haldið í fyrsta skipti en mótið er síungt og þátttakendur hafa aldrei verið fleiri. Á þjóðhátíðardaginn 17. júní verður nokkurs konar hliðarmót fyrir stráka og stelpur úr 8. flokki. Hið hefðbundna mót 7. flokks verður síðan sett föstudaginn 20. júní við aðalvöllinn á Jaðarsbökkum að lokinni skrúðgöngu sem Halla Tómasdóttir forseti Íslands mun leiða og hún mun setja mótið. Skrúðgangan leggur af stað frá Stillholti 16 klukkan 11. Að lokinni setningu mótsins taka svo við tveir sólarhringar af taumlausri gleði hvort heldur það er í keppni, skemmtan eða öðrum mannlegum samskiptum.