
Munni Hvalfjarðarganga.
Stofnað verði samgöngufélagið Þjóðbraut
Jens Garðar Helgason og nítján aðrir þingmenn úr Sjálfstæðisflokki, Framóknarflokki og Miðflokki hafa lagt fram á Alþingi þingsályktunartillögu um stofnun samgögnfélagsins Þjóðbrautar. Í tillögunni er lagt til að Alþingi feli innviðaráðherra að láta framkvæma heildstæða úttekt á þeim möguleika að stofna samgöngufélag sem verði hlutafélag sem hafi það hlutverk að fjármagna, byggja, eiga og reka helstu samgöngumannvirki landsins, svo sem stofnbrautir, jarðgöng og stórar brýr. Félagið starfi eftir fyrirmynd færeyska félagsins Tunnils pf. og beri heitið Þjóðbraut.