
Horft til norðurs yfir framkvæmdasvæðið í Brákarey. Ljósm. mm
Ágreiningur um hversu fljótt verði gengið í niðurrif í Brákarey
Fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í sveitarstjórn Borgarbyggðar vill seinka niðurrifi sláturhússins í Brákarey, sem almennt eru kallaðar burstirnar þrjár, og telur það standa sveitarstjórn nær að eyða þeirri óvissu sem ríkt hefur hjá öðrum eigendum fasteigna í Brákarey vegna skipulagsmála.