Fréttir

true

Stjórnsýslukæra lögð fram vegna sameiningarkosninga

Pétur Davíðsson hreppsnefndarmaður í Skorradalshreppi sendi Innviðaráðuneytinu 27. september stjórnsýslukæru vegna kosninga þeirra er fóru fram í Borgarbyggð og Skorradalshreppi í september um sameiningu þeirra. Sem kunnugt er samþykktu íbúar beggja sveitarfélaganna sameiningartillöguna. Kæra Pétur snýst um lögmæti og framkvæmd kosninganna og jafnframt óskar hann úrskurðar ráðuneytisins á meintum drætti og aðgengi hans að gögnum…Lesa meira

true

Skagamenn áttu góðan leik í venjulegum leiktíma en súrt tap var niðurstaðan

Njarðvík hafði betur gegn nýliðum ÍA í Bónus deild karla í körfunni í framlengdum leik sem spilaður var við Vesturgötuna í gærkvöldi. Fullt var á pöllunum og fengu áhorfendur sannkallaða stigaveislu í ljósi þess að leikurinn endaði 130-119. Liðin skiptust á um að leiða í leiknum og áttu bæði ágæta kafla. Útlendingarnir í liða Skagamanna…Lesa meira

true

Selfoss hafði betur gegn Snæfelli

Önnur umferð fyrstu deildar karla í körfuknattleik hófst í gærkvöldi þegar liðsmenn Snæfells héldu í Vallaskóla á Selfossi og mættu þar heimamönnum. Segja má að leikurinn hafi verið í járnum allan tímann. Heimamenn unnu þrjá fyrstu leikhlutana og gestirnar þann síðasta en þegar upp var staðið varð sigurinn heimamanna sem skoruðu 101 stig gegn 93…Lesa meira

true

Norskir kafarar skoða ár í Dölum

Tvö gengi af köfurum frá Noregi eru mætt til landsins til að skoða aðstæður í laxveiðiánum. Hafa þeir síðustu daga þrætt ár á Skógarströnd og Fellsströnd í Dölum til að kanna hvort þar sé eldislaxa að finna. „Það fannst ekki neitt í Fagradalsá,“ sagði tíðindamaður Skessuhorns á staðnum. Í gær stóð svo til að skoða…Lesa meira

true

Sveitarstjórn Borgarbyggðar samþykkti áður felldan verksamning

Sveitarstjórn Borgarbyggðar samþykkti á fundi sínum á þriðjudag að ganga til samninga við Arnar rafvirkja ehf. og Sigur-garða ehf. um að skipta með sér verkþáttum í lýsingu upp samhliða veginum í fólkvanginn Einkunnir. Samtals er samningurinn að fjárhæð tæpar 53 milljónir króna og er verkið á fjárhagsáætlun ársins 2025. Eins og fram kom í fréttum…Lesa meira

true

Fjárhæð sóknargjalda veldur embætti biskups vonbrigðum

Embætti biskups Íslands lýsir vonbrigðum með þá tillögu fjármálaráðherra að sóknargjöld á næsta ári verði um eitt þúsund krónur. Gerir embættið athugasemdir við það verklag að ákveða sóknargjöld með tímabundnu ákvæði 17. árið í röð. Þetta kemur fram í umsögn um frumvarp til breytinga á ýmsum lögum vegna fjárlaga fyrir árið 2026, sem embættið sendi…Lesa meira

true

Með nýjum þjálfara verða alltaf einhverjar breytingar

Rætt við Tomasz Luba sem kominn er aftur til Ólafsvíkur Nýlega var Tomasz Luba ráðinn yfirþjálfari knattspyrnunnar hjá Víkingi Ólafsvík. Hann var leikmaður Víkings í átta ár og eftir að hann hætti að spila með liðinu tók hann að sér þjálfun yngri flokka í tvö ár. Fréttaritari Skessuhorns tók Tomasz tali og spurði hann hvað…Lesa meira

true

„Hefði aldrei trúað hvað það er gefandi að búa með býflugur“

segir Fanney Einarsdóttir sem býr í Árnesi við Andakílsárvirkjun Handtakið er þétt hjá sveitastelpunni Fanneyju Einarsdóttur sem tekur á móti blaðamanni í húsi sínu Árnesi við Andakílsárvirkjun í Borgarfirði. Hundurinn Trýna vill ekki heldur láta sitt eftir liggja að bjóða gestinn velkominn og sýnir öll sín bestu gestalæti. Í Árnesi býr Fanney með býflugur, selur…Lesa meira

true

Berg og Skipaskagi meðal búa sem tilnefnd eru sem ræktunarbú ársins

Fagráð í hrossarækt hefur valið tólf hrossaræktarbú og tilnefnt til árlegrar heiðursviðurkenningar Bændasamtaka Íslands fyrir ræktunarbú ársins. Valið stóð á milli 56 búa sem náð höfðu athyglisverðum árangri á árinu. Tilnefnd eru 12 efstu bú ársins að loknum útreikningi. Tilnefnd bú munu hljóta viðurkenningu á ráðstefnunni Hrossarækt 2025 sem haldin verður í reiðhöll Spretts 8.…Lesa meira

true

Flókadalsá leigð til Stara ehf.

Um síðustu helgi var undirritaður leigusamningur milli Veiðifélags Flókadalsár og Stara ehf. þar sem Starir taka Flókadalsá á leigu til næstu tíu ára. Er þetta í fyrsta sinn sem áin er leigð út því frá upphafi hafa landeigendur sjálfir séð um sölu veiðileyfa í ánni. Í samtali við Skessuhorn segir Dagbjartur Arilíusson formaður veiðifélagsins að…Lesa meira