Fréttir

true

Fjölgað verður um tvo hjá Lögreglunni á Vesturlandi

Þorbjörg S Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra kynnti í upphafi árs áform sín um að fjölga lögreglumönnum um fimmtíu þegar á þessu ári. Markmið hennar með aukningunni var að efla löggæslu í landinu og tryggja öryggi almennings ásamt því að bæta öryggi lögreglumanna. Ákvörðun ráðherra var byggð á þeirri staðreynd að heildarfjöldi starfandi lögreglumanna hefur ekki haldist í…Lesa meira

true

Fornir fjendur mætast í dag

Leikir ÍA og KR hafa um langan aldur talist til stærstu leikja í íslenskri knattspyrnu ár hvert. Þó árið í ár hafi á margan hátt verið þessum liðum mótdrægt og þau séu hvorugt að berjast um titla að þessu sinni heldur lífið áfram. Síðasta umferð Lengjudeildar kvenna í knattspyrnu verður leikin í kvöld og þá…Lesa meira

true

Segir farsælla að lagfæra en kollvarpa

Jóhann Páll Jóhannsson umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, og Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra kynntu fyrr í vikunni áform um að; „gera leyfisveitingar og eftirlit með matvælum, hollustuháttum og mengunarvörnum einfaldara og skilvirkara auka þess að bæta þjónustu,“ eins og sagði í tilkynningu frá ráðuneytum þeirra. Í stuttu máli er lagt til að verkefni heilbrigðiseftirlita verði færð…Lesa meira

true

Kór Akraneskirkju að hefja vetrarstarfið

Á haustin vaknar jafnan úr dvala ýmislegt félagsstarf. Á þriðjudaginn síðasta var fyrsta æfing haustsins hjá Kór Akraneskirkju og komið saman í safnaðarheimilinu Vinaminni. Fyrir æfinguna hafði verið auglýst eftir áhugasömum nýliðum til að ganga til liðs við kórinn. Nokkrir áhugasamir létu sjá sig, þó öllu fleiri konur en karlar. Því er enn auglýst eftir…Lesa meira

true

Tveggja daga gönguferð nemenda í útivistaráfanga MB

Nú á haustönn er kenndur áfanginn Útivist í Menntaskóla Borgarfjarðar. Þar er viðfangsefnið gönguferðir, skipulagning og undirbúningur þeirra. Þriðjudaginn 2. september sl. fóru 16 nemendur ásamt kennurum Bjarna og Sössa í útivistarferð á vegum skólans. Ferðin í þetta sinn var tveggja daga gönguferð. Fyrri daginn var gengið upp með Gljúfurá um 10 kílómetra leið að…Lesa meira

true

Dalamenn leita til austurs vegna barnaverndar

Dalabyggð leitar nú samninga við Barnaverndarþjónustu Mið-Norðurlands svo sveitarfélagið uppfylli kröfur um mannfjölda að baki barnaverndarþjónustu. Forsaga málsins er sú að breytingar voru gerðar á árinu 2023 þannig að baki barnaverndarþjónustu þarf að vera 6.000 manna þjónustusvæði að lágmarki. Dalabyggð hefur nú tímabundna heimild til sjálfstæðis til 15. nóvember 2025. Því hafa Dalamenn skoðað möguleika…Lesa meira

true

Dapurt laxveiðisumar brátt á enda á Vesturlandi

Nú þegar laxveiðitímabilinu fer að ljúka er ljóst að veiðin í ám á Vesturlandi hefur víðast hvar verið dræm. Hlýtt vor og sumar á vafalítið sinn þátt í því þótt ástæðurnar geti verið fjölmargar aðrar. Í gær höfðu samtals 7.849 villtir laxar veiðst í ánum á Vesturlandi og Vestfjörðum, en það er ríflega helmingur allra…Lesa meira

true

Grunnskólabörn vilja betri merkingu gangbrauta í Búðardal

Nemendur í 1.-3. bekk Auðarskóla í Búðardal sendu sveitarstjórn Dalabyggðar bréf á dögunum þar sem þau óskuðu eftir betri merkingum á gangbrautum í Búðardal. Kom meðal annars fram í bréfinu að til þess að komast á gangbrautum á bókasafnið sem stendur við Miðbraut, sömu götu og Auðarskóli stendur, þurfi þau að fara tvisvar yfir gangbrautir…Lesa meira

true

Á fimmta hundrað á fjölþjóðlegri æfingu sprengjusérfræðinga

Í vikunni hafa sprengjusérfræðingar frá 18 löndum streymt til landsins með búnað sinn vegna hinnar árlegu Northern Challenge, sprengjueyðingaræfingar sem Landhelgisgæslan annast og skipuleggur. Æfingin hefst formlega mánudaginn 8. september. Vegfarendur munu eiga von á að sjá ökutæki og búnað á vegum sprengjusérfræðinganna frá Þorlákshöfn að Reykjanesi og sömuleiðis frá Reykjanesi að Hvalfirði. Í tilkynningu…Lesa meira

true

Leikskólabörn geta nú æft knattspyrnu á skólatíma

Knattspyrnufélag ÍA og leikskólar Akraneskaupstaðar hafa gert með sér samning um nýtt tilraunarverkefni. Það snýr að því að leikskólabörn geti stundað knattspyrnuæfingar á leikskólatíma. „Verkefnið er í takti við áherslur Akraneskaupstaðar um íþróttabæinn Akranes og hefur það að markmiði að stuðla að heilsueflingu barna og skapa betra jafnvægi milli skólastarfs, íþrótta og fjölskyldulífs,“ segir í…Lesa meira