Fréttir

true

Sinfónían og söngfólk með stórtónleika á Akranesi

Þessa dagana kynna helstu menningarstofnanir þjóðarinnar vetrardagskrá sína. Þar er að vanda úr mörgu spennandi og nærandi að velja. Það á ekki síst við um Sinfóníuhljómsveit Íslands. Hápunktur vetrardagskrárinnar, horft með augum íbúa á Vesturlandi, er án efa þegar hljómsveitin mun heimsækja Akranes. Þar verða haldnir tónleikar föstudaginn 15. maí í hinu nýja og glæsilega…Lesa meira

true

Súrt tap gegn KR

Lið ÍA í Lengjudeild kvenna í knattspyrnu lék sinn síðasta leik í deildinni í ár í gær í Akraneshöllinni. Það var lið KR sem kom í heimsókn. Skemmst er frá því að segja að tímabilið hefði getað endað á betri hátt hjá liði ÍA. Katla Guðmundsdóttir náði forystunni fyrir KR á 28. mínútu og Lina…Lesa meira

true

Kosning hafin um sameiningu Borgarbyggðar og Skorradalshrepps

Í morgun hófst íbúakosning um tillögu samstarfsnefndar um sameiningu Borgarbyggðar og Skorradalshrepps, en kosningin nær yfir hálfs mánaðar tímabil og lýkur 20. september nk. Kosningaaldur miðast við þá sem náð hafa 16 ára aldri 20. september nk. Skorradalshreppur verður ein kjördeild en í Borgarbyggð verða kjördeildirnar fjórar, þær sömu og í alþingis- og forsetakosningum. Kjósendur…Lesa meira

true

Lítilsháttar breyting mælist á fylgi flokka í Norðvesturkjördæmi

Í nýjum þjóðarpúlsi Gallup, sem gerður er fyrir Ríkisútvarpið, er fylgi stjórnmálaflokka til Alþingis brotið niður á kjördæmi og skiptingu þingsæta. Sú breyting hefur nú orðið, miðað við síðasta þjóðarpúls, að Samfylking hefur nú tvo þingmenn í kjördæminu, en mældist með þrjá í síðasta þjóðarpúlsi. Viðreisn mælist að nýju með mann inni. Framsókn fengi einn…Lesa meira

true

Stefnt að vígslu nýs íþróttahúss á Jaðarsbökkum á Vökudögum

Þessar vikurnar er unnið að lokafrágangi hins nýja íþróttahúss á Jaðarsbökkum á Akranesi. Líkt og kom fram í Skessuhorni á dögunum, í viðtali við Sigurð Arnar Sigurðsson skólastjóra Grundaskóla, er vonast til þess að kennsla geti hafist í húsinu í lok þessa mánaðar. Ekki hefur endanlega verið ákveðið hvenær hið glæsilega hús verður formlega tekið…Lesa meira

true

Færa Holtavörðulínu 1 aftur fyrir númer 3

Landsnet hefur ákveðið breytingar framkvæmdaáætlun kerfisáætlunar. Stærsta breytingin snertir tímalínu lagningar Holtavörðuheiðarlínu 1 sem nú hefur verið ákveðið að færa aftur fyrir Holtavörðuheiðarlínu 3. Samkvæmt framkvæmdaráætlun nú munu framkvæmdir við Holtavörðulínu 1 hefjast í lok árs 2028 eða byrjun árs 2029. Breytingin er tilkomin vegna samræmingar við aðrar línuframkvæmdir á svæðinu, þ.e. Blöndulínu 3 og…Lesa meira

true

Hækkun á verði fyrir mjólk

Verðlagsnefnd búvara hefur tekið ákvörðun um hækkun lágmarksverðs mjólkur til bænda og heildsöluverðs mjólkur og mjólkurafurða. 1. september hækkar lágmarksverð 1.fl. mjólkur til bænda um 1,15%, fer úr 139,53 kr./ltr í 141,13 kr. Heildsöluverð mjólkur og mjólkurvara sem nefndin verðleggur hækkar um 1,33% 8. september. Hækkun lágmarksverðs mjólkur til bænda er til komin vegna kostnaðarhækkana…Lesa meira

true

Opnað fyrir umsóknir á sérveiðileyfum fyrir ígulker

Samkvæmt reglugerð um veiðar á ígulkerum (skollakopp) eru nú leyfðar veiðar á ígulkerum á afmörkuðum svæðum í Ísafjarðardjúpi, Húnaflóa og á Austurlandi. Krókaflamarksbátum með leyfið er heimilt að veiða ígulker með plógi. Gefinn hefur verið út heildarafli fyrir hvert svæði. Þegar leyfilegum heildarafla hvers svæðis er náð mun Fiskistofa loka því svæði fyrir frekari veiðum.…Lesa meira

true

Á fullmikilli ferð

Í vikunni sem leið hafði Lögreglan á Vesturlandi afskipti af 65 ökumönnum vegna of hraðs aksturs. Einn ökumaður er grunaður um ölvun við akstur og annar um akstur undir áhrifum ávana- og fíkniefna. Á annan tug ökumanna voru stöðvaðir vegna símanotkunar við aksturinn eða voru ekki með öryggisbelti í notkun.Lesa meira

true

Gengið með leiðsögn um byggðir álfa og huldufólks

Næstkomandi sunnudag klukkan 16 hefst gönguferð með leiðsögn um byggðir álfa og huldufólks í landi Bjargs í Borgarnesi. Þar mun Bryndís Fjóla Pétursdóttir, garðyrkjufræðingur, heilari, Völva og stofnandi og eigandi Huldustígs ehf. leiða gönguna og segja frá huldufólkinu, álfunum og hafmeyjunum sem dvelja á þessu svæði. „Gönguferðin er um ein og hálf klukkustund og hefst…Lesa meira