
Lítilsháttar breyting mælist á fylgi flokka í Norðvesturkjördæmi
Í nýjum þjóðarpúlsi Gallup, sem gerður er fyrir Ríkisútvarpið, er fylgi stjórnmálaflokka til Alþingis brotið niður á kjördæmi og skiptingu þingsæta. Sú breyting hefur nú orðið, miðað við síðasta þjóðarpúls, að Samfylking hefur nú tvo þingmenn í kjördæminu, en mældist með þrjá í síðasta þjóðarpúlsi. Viðreisn mælist að nýju með mann inni. Framsókn fengi einn þingmann, Sjálfstæðisflokkur einn og Miðflokkur einn. Áfram mælist fylgi Flokks fólksins það lítið að flokkurinn fengi engan mann kjörinn í kjördæminu. Við síðustu kosningar fékk flokkurinn einn kjördæmakjörinn þingmann og jöfnunarsætið að auki, en sex kjördæmakjörnir þingmenn eru í Norðvesturkjördæmi.