Fréttir
Á tónleikunum mun Sinfóníuhljómsveit Íslands koma fram og spila undir söng fjölmargra kóra og einsöngvara af Vesturlandi. Ljósm. úr safni

Sinfónían og söngfólk með stórtónleika á Akranesi

Þessa dagana kynna helstu menningarstofnanir þjóðarinnar vetrardagskrá sína. Þar er að vanda úr mörgu spennandi og nærandi að velja. Það á ekki síst við um Sinfóníuhljómsveit Íslands. Hápunktur vetrardagskrárinnar, horft með augum íbúa á Vesturlandi, er án efa þegar hljómsveitin mun heimsækja Akranes. Þar verða haldnir tónleikar föstudaginn 15. maí í hinu nýja og glæsilega íþróttahúsi á Jaðarsbökkum. Á vef sveitarinnar segir að á Akranesi ætli sveitin að njóta enn einu sinni afraksturs blómlegs tónlistarstarfs og bjóða upp á sannkallaða söngveislu með kórum og einsöngvurum af Vesturlandi.

Sinfónían og söngfólk með stórtónleika á Akranesi - Skessuhorn