
Á fimmta hundrað á fjölþjóðlegri æfingu sprengjusérfræðinga
Í vikunni hafa sprengjusérfræðingar frá 18 löndum streymt til landsins með búnað sinn vegna hinnar árlegu Northern Challenge, sprengjueyðingaræfingar sem Landhelgisgæslan annast og skipuleggur. Æfingin hefst formlega mánudaginn 8. september. Vegfarendur munu eiga von á að sjá ökutæki og búnað á vegum sprengjusérfræðinganna frá Þorlákshöfn að Reykjanesi og sömuleiðis frá Reykjanesi að Hvalfirði.