Fréttir
Ingibjörg Ólafsdóttir formaður kórstjórnar ræðir við hópinn í upphafi fyrstu æfingar á þriðjudaginn. Ljósmyndir: mm

Kór Akraneskirkju að hefja vetrarstarfið

Á haustin vaknar jafnan úr dvala ýmislegt félagsstarf. Á þriðjudaginn síðasta var fyrsta æfing haustsins hjá Kór Akraneskirkju og komið saman í safnaðarheimilinu Vinaminni. Fyrir æfinguna hafði verið auglýst eftir áhugasömum nýliðum til að ganga til liðs við kórinn. Nokkrir áhugasamir létu sjá sig, þó öllu fleiri konur en karlar. Því er enn auglýst eftir fleiri áhugasömum, ekki síst körlum til að þenja raddböndin ýmist í tenór eða bassa.