Fréttir

true

Undirbúa stofnun Fluguhnýtingarfélags Vesturlands

Eftir sex vel heppnuð fluguhnýtingarkvöld á Vesturlandi á síðasta vetri; þrjú á Akranesi og þrjú í Borgarnesi, fóru félagarnir Jóhann Ólafur Björnsson og Valdimar Reynisson að velta fyrir sér hvernig best væri að virkja og helst auka áhuga fyrir fluguhnýtingum hjá Vestlendingum. Niðurstaðan var sú að þeir ákváðu að stofna félag fyrir fluguhnýtingarfólk á Vesturlandi.…Lesa meira

true

Oddsstaðarétt sú fyrsta á landinu að þessu sinni – myndasyrpa

Fyrstu fjárréttir haustsins að þessu sinni voru á Oddsstöðum í Lundarreykjadal í morgun. Göngum var flýtt um eina viku að þessu sinni miðað við síðasta ár og samtals hefur því leitum verið flýtt um hálfan mánuð miðað við venju fyrir nokkrum árum síðan. Ákvörðun um að flýta göngum var tekin um mitt sumar þegar sýnt…Lesa meira

true

Nýtt fyrirtæki tekur yfir framkvæmdir á Sementsreit

Nýtt fyrirtæki, Nova Progressus ehf., hefur fest kaup á fasteigninni Sementsbraut 13-15 á Akranesi og hyggst ljúka byggingu hennar á næstu mánuðum m.a. í samstarfi við iðnfyrirtæki á Akranesi. Áðurnefnt hús stendur á innanverðum Sementsreitnum og hefur verið í byggingu á liðnum árum en framkvæmdir við það stöðvuðust fyrir nokkru síðan. Það var fyrirtækið Fastefli…Lesa meira

true

Endurnýja hluta stofnvegarins í Stykkishólmi

Eins og íbúar og aðrir vegfarendur um Stykkishólm hafa tekið eftir er hluti aðalgötu bæjarins orðin býsna holótt. En nú horfið til betri vegar í bókstaflegri merkingu. Á morgun, fimmtudaginn 4. september, hefst undirbúningur fyrir malbikun á  Stykkishólmishólmsvegi/Aðalgötu. Um er að ræða samstarfsverkefni Vegagerðarinnar og Sveitarfélagsins Stykkishólms en skipt verður um burðarlag í veginum og…Lesa meira

true

Fjandans, skrattans, hel*** djö***

Kallar Þórunn Edda Bjarnadóttir hrörnunarsjúkdóm sem hún er með – ein Íslendinga svo vitað sé Hún tekur á móti blaðamanni keyrandi um á hjólatík. Þórunn Edda Bjarnadóttir á Hvanneyri er með hörnunarsjúkdóminn FSHD, sem hún nefndi „Fjandans, skrattans, helvítis djöfull“ til að auðvelda fólki að muna heitið, þetta er erfðasjúkdómur og heitir Facioscapulohumeral muscular dystrophy,…Lesa meira

true

Könnun ekki leitt til breytinga á kjörskrá Skorradalshrepps

Könnun sú sem ráðist var í vegna lögheimilisskráninga í Skorradalshreppi á föstudaginn byggðist á heimild í 15. gr. laga um lögheimili og aðsetur að sögn Harnar Jónsdóttur lögfræðings hjá Þjóðskrá. Í ákvæðinu segir: „Þjóðskrá Íslands hefur eftirlit með framkvæmd laga þessara. Þjóðskrá Íslands er heimilt að leita aðstoðar lögreglu og Útlendingastofnunar í þeim tilgangi.“ Eins…Lesa meira

true

Fyrstu réttir landsins hafnar í Lundarreykjadal

Rétt í þessu var íslenski fáninn dreginn að húni við Oddsstaðarétt í Lundarreykjadal í Borgarfirði og hófust þá fyrstu réttir landsins í kjölfarið. Það voru þeir félagarnir Jón Halldórsson og Unnsteinn Snorri Snorrason bóndi og réttarstjóri sem drógu fánann að húni. Strax í kjölfarið var fé rekið í fyrsta almenninginn í blíðskaparveðri. Reiknað er með…Lesa meira

true

Margfaldur aukakostnaður við niðurrif gamla sláturhússins í Brákarey

Byggðarráð Borgarbyggðar telur æskilegast að kláraður verði fyrri áfangi niðurrifs gamla sláturhússins í Brákarey þrátt fyrir að verkið hafi nú þegar farið fram úr kostnaðaráætlun. Hins vegar verði beðið með frekara niðurrif að sinni. Líkt og kom fram í fréttum Skessuhorns í sumar fól meirihluti Byggðarráðs Borgarbyggðar, þau Davíð Sigurðsson og Guðveig Eyglóardóttir,  sveitarstjóra að…Lesa meira

true

Skráning í ótilgreint hús veldur miklum vandræðum í daglegu lífi

Íbúi í sumarhúsi í Munaðarnesi segir farir sínar ekki sléttar eftir að hann fór að ráði Hagstofunnar og skráði sig til heimilis í ótilgreint hús. Skráningin hefur valdið honum miklum vandræðum sem ekki sér fyrir endan á. Landssamband sumarhúsaeigenda hefur árum saman barist fyrir auknum möguleikum við lögheimilisskráningu en lítið orðið ágengt. Jóhann Ólafson flutti…Lesa meira

true

Boðar aðgerðir til að bæta stöðu hinsegin fólks

Þorbjörg S Gunnarsdóttir dómsmálaráðherra hefur lagt fram í samráðsgátt stjórnvalda drög að nýrri aðgerðaáætlun stjórnvalda í málefnum hinsegin fólks. Þar er að finna 32 aðgerðir sem miða að því að bæta stöðu og réttindi hinsegin fólks og tekur hún til áranna 2026-2029. Í henni er að finna aðgerðir á borð við réttarbætur, stuðning, fræðslu og…Lesa meira