
Eftir sex vel heppnuð fluguhnýtingarkvöld á Vesturlandi á síðasta vetri; þrjú á Akranesi og þrjú í Borgarnesi, fóru félagarnir Jóhann Ólafur Björnsson og Valdimar Reynisson að velta fyrir sér hvernig best væri að virkja og helst auka áhuga fyrir fluguhnýtingum hjá Vestlendingum. Niðurstaðan var sú að þeir ákváðu að stofna félag fyrir fluguhnýtingarfólk á Vesturlandi.…Lesa meira