
Boðar aðgerðir til að bæta stöðu hinsegin fólks
Þorbjörg S Gunnarsdóttir dómsmálaráðherra hefur lagt fram í samráðsgátt stjórnvalda drög að nýrri aðgerðaáætlun stjórnvalda í málefnum hinsegin fólks. Þar er að finna 32 aðgerðir sem miða að því að bæta stöðu og réttindi hinsegin fólks og tekur hún til áranna 2026-2029. Í henni er að finna aðgerðir á borð við réttarbætur, stuðning, fræðslu og margt fleira í þágu hinsegin fólks á öllum aldri. „Aðgerðirnar eru afrakstur víðtæks samráðs, fyrirliggjandi innlendra upplýsinga og ábendinga frá alþjóðlegum réttindasamtökum um stöðu hinsegin fólks á Íslandi. Þær eru fjölbreyttar og snerta sumar mörg svið og þar af leiðandi fleira en eitt ráðuneyti, sem og stofnanir, sveitarstjórnir, félagasamtök og hagsmunaaðila,“ segir í tilkynningu frá ráðuneytinu.