
Fjögur fjallasýn úr Skorradal. Ljósm. mm
Könnun ekki leitt til breytinga á kjörskrá Skorradalshrepps
Könnun sú sem ráðist var í vegna lögheimilisskráninga í Skorradalshreppi á föstudaginn byggðist á heimild í 15. gr. laga um lögheimili og aðsetur að sögn Harnar Jónsdóttur lögfræðings hjá Þjóðskrá. Í ákvæðinu segir: „Þjóðskrá Íslands hefur eftirlit með framkvæmd laga þessara. Þjóðskrá Íslands er heimilt að leita aðstoðar lögreglu og Útlendingastofnunar í þeim tilgangi.“