
Burstirnar þrjár munu standa áfram samkvæmt ákvörðun byggðarráðs. Ljósm. mm
Margfaldur aukakostnaður við niðurrif gamla sláturhússins í Brákarey
Byggðarráð Borgarbyggðar telur æskilegast að kláraður verði fyrri áfangi niðurrifs gamla sláturhússins í Brákarey þrátt fyrir að verkið hafi nú þegar farið fram úr kostnaðaráætlun. Hins vegar verði beðið með frekara niðurrif að sinni.