Fréttir
Horft yfir hluta sumarhúsahverfis í Munaðarnesi.

Skráning í ótilgreint hús veldur miklum vandræðum í daglegu lífi

Íbúi í sumarhúsi í Munaðarnesi segir farir sínar ekki sléttar eftir að hann fór að ráði Hagstofunnar og skráði sig til heimilis í ótilgreint hús. Skráningin hefur valdið honum miklum vandræðum sem ekki sér fyrir endan á. Landssamband sumarhúsaeigenda hefur árum saman barist fyrir auknum möguleikum við lögheimilisskráningu en lítið orðið ágengt. Jóhann Ólafson flutti búferlum frá Ísafirði fyrir nokkrum árum ásamt eiginkonu sinni. Þau höfðu þá átt um nokkurra ára skeið heilsárshús í sumarhúsahverfi í Munaðarnesi í Borgarfirði. Þar ákváðu þau að njóta efri áranna í sveitarsælu Borgarfjarðar eftir starfslok á almennum vinnumarkaði. Þegar kom að lögheimilisskráningu kom babb í bátinn.

Skráning í ótilgreint hús veldur miklum vandræðum í daglegu lífi - Skessuhorn