Fréttir
Hér má sjá rauðmerkt framkvæmdasvæðið og gulmerkta hjáleiðina. Teikning: Stykkishólmur

Endurnýja hluta stofnvegarins í Stykkishólmi

Eins og íbúar og aðrir vegfarendur um Stykkishólm hafa tekið eftir er hluti aðalgötu bæjarins orðin býsna holótt. En nú horfið til betri vegar í bókstaflegri merkingu. Á morgun, fimmtudaginn 4. september, hefst undirbúningur fyrir malbikun á  Stykkishólmishólmsvegi/Aðalgötu. Um er að ræða samstarfsverkefni Vegagerðarinnar og Sveitarfélagsins Stykkishólms en skipt verður um burðarlag í veginum og verður umferð því beint um hjáleið á meðan á framkvæmdum stendur. Hjáleiðin liggur um Búðanesveg og Tjarnarás og verður vel merkt með þar til gerðum skiltum.  Gula línan á meðfylgjandi mynd merkir hjáleið en rauða framkvæmdasvæðið.