
Fyrsta féð rennur í réttina. Ljósm. mm
Oddsstaðarétt sú fyrsta á landinu að þessu sinni – myndasyrpa
Fyrstu fjárréttir haustsins að þessu sinni voru á Oddsstöðum í Lundarreykjadal í morgun. Göngum var flýtt um eina viku að þessu sinni miðað við síðasta ár og samtals hefur því leitum verið flýtt um hálfan mánuð miðað við venju fyrir nokkrum árum síðan. Ákvörðun um að flýta göngum var tekin um mitt sumar þegar sýnt þótti að gróður myndi sölna snemma eftir afburða góða sprettutíð í vor og sumar. Þá fæst yfirverð í sláturhúsum fyrir innlagða dilka út næstu viku.