
Nýir eigendur og verktakar á þeirra vegum eru byrjaðir vinnu við húsið, en framkvæmdir hafa legið niðri um hríð. Ljósm. mm
Nýtt fyrirtæki tekur yfir framkvæmdir á Sementsreit
Nýtt fyrirtæki, Nova Progressus ehf., hefur fest kaup á fasteigninni Sementsbraut 13-15 á Akranesi og hyggst ljúka byggingu hennar á næstu mánuðum m.a. í samstarfi við iðnfyrirtæki á Akranesi. Áðurnefnt hús stendur á innanverðum Sementsreitnum og hefur verið í byggingu á liðnum árum en framkvæmdir við það stöðvuðust fyrir nokkru síðan. Það var fyrirtækið Fastefli ehf. sem upphaflega fékk úthlutað reit á svæðinu árið 2022 þar sem var gert ráð fyrir byggingu 368 íbúða auk verslunar- og þjónusturýma.