Fréttir

Dalamenn leita til austurs vegna barnaverndar

Dalabyggð leitar nú samninga við Barnaverndarþjónustu Mið-Norðurlands svo sveitarfélagið uppfylli kröfur um mannfjölda að baki barnaverndarþjónustu. Forsaga málsins er sú að breytingar voru gerðar á árinu 2023 þannig að baki barnaverndarþjónustu þarf að vera 6.000 manna þjónustusvæði að lágmarki. Dalabyggð hefur nú tímabundna heimild til sjálfstæðis til 15. nóvember 2025. Því hafa Dalamenn skoðað möguleika sína til samstarfs í málaflokknum.

Dalamenn leita til austurs vegna barnaverndar - Skessuhorn