Fréttir
Fulltrúar ÍA og Akraneskaupstaðar. Frá vinstri: Aron Ýmir Pétursson yfirþjálfari KFÍA, Dagný Hauksdóttir sviðstjóri skóla- og frístundasviðs, Heiða Björk Guðjónsdóttir aðstoðarleikskólastjóri á Teigasel, Ingunn Sveinsdóttir leikskólastjóri á Garðasel, Vilborg Guðný Valgeirsdóttir leikskólastjóri á Vallarseli, Guðrún Bragadóttir aðstoðarleikskólastjóri á Akraseli og Ingimar Elí Hlynsson framkvæmdastjóri KFÍA. Ásamt hressum krökkum á leikskólaaldri. Ljósm. akranes.is

Leikskólabörn geta nú æft knattspyrnu á skólatíma

Knattspyrnufélag ÍA og leikskólar Akraneskaupstaðar hafa gert með sér samning um nýtt tilraunarverkefni. Það snýr að því að leikskólabörn geti stundað knattspyrnuæfingar á leikskólatíma. „Verkefnið er í takti við áherslur Akraneskaupstaðar um íþróttabæinn Akranes og hefur það að markmiði að stuðla að heilsueflingu barna og skapa betra jafnvægi milli skólastarfs, íþrótta og fjölskyldulífs,“ segir í tilkynningu.