
Gönguhópurinn vaski. Ljósmyndir: MB
Tveggja daga gönguferð nemenda í útivistaráfanga MB
Nú á haustönn er kenndur áfanginn Útivist í Menntaskóla Borgarfjarðar. Þar er viðfangsefnið gönguferðir, skipulagning og undirbúningur þeirra. Þriðjudaginn 2. september sl. fóru 16 nemendur ásamt kennurum Bjarna og Sössa í útivistarferð á vegum skólans. Ferðin í þetta sinn var tveggja daga gönguferð. Fyrri daginn var gengið upp með Gljúfurá um 10 kílómetra leið að Langavatni. Gist var í leitarmannaskálanum Torfhvalastöðum við Langavatn. Seinni daginn var gengið frá Langavatni að Hreðavatni um Grímsdal en það er um 13 km leið. „Ferðin var bæði góð og ánægjuleg að mati nemenda og kennara og ekki spillti gott veður og stórbrotin náttúra,“ segir í frétt frá skólanum.