Fréttir
Þorsteinn Narfason framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Vesturlands.

Segir farsælla að lagfæra en kollvarpa

Jóhann Páll Jóhannsson umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, og Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra kynntu fyrr í vikunni áform um að; „gera leyfisveitingar og eftirlit með matvælum, hollustuháttum og mengunarvörnum einfaldara og skilvirkara auka þess að bæta þjónustu,“ eins og sagði í tilkynningu frá ráðuneytum þeirra. Í stuttu máli er lagt til að verkefni heilbrigðiseftirlita verði færð til tveggja ríkisstofnana. Framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Vesturlands gerir miklar athugasemdir við það sem ráðherrar kalla einföldun og aukna skilvirkni eftirlits með matvælum, hollustuháttum og mengunarvörnum. Málið sé lagt fram þrátt fyrir andstöðu sveitarfélaga og harða gagnrýni Samtaka heilbrigðiseftirlitssvæða. Hann treystir því að málið nái ekki fram að ganga á Alþingi.