Fréttir

true

Jóhannes er nýr bústjóri Hvanneyrarbúsins

Jóhannes Kristjánsson undirritaði í síðustu viku starfssamning um að taka við starfi bústjóra Hvanneyrarbúsins. Ragnheiður I Þórarinsdóttir rektor skólans greinir frá ráðningunni í vikulokapistli sínum. „Samkvæmt samningnum tekur Jóhannes við sem bústjóri frá 1. apríl nk. Jóhannes er með meistaragráðu í búvísindum og hefur starfað við Landbúnaðarháskólann frá árinu 2015. Hann tekur við starfinu af…Lesa meira

true

Galitó tekur í vor við veitingarekstri á Garðavöllum

Stjórn Golfklúbbsins Leynis á Akranesi hefur samið við veitingastaðinn Galito um að taka við veitingarekstri á Garðavöllum. Frá því er greint á FB síðu klúbbsins að veitingamennirnir Þórður Þrastarson og Sigurjón Ingi Úlfarsson í Galitó hafi nú tekið við og stefni á að opna í vor. „Samningsaðilar horfa til langtímasamnings og eru bjartsýnir á gott…Lesa meira

true

Þrautabrautarmót Borgfirðings verður klárlega endurtekið

Síðastliðið föstudagskvöld hélt hestamannafélagið Borgfirðingur þrautabrautarmót ásamt bjór- og mjólkurtölti í Faxaborg. Úr varð skemmtileg kvöldstund og mörg glæsileg tilþrif sáust á vellinum, bæði hjá yngri og eldri keppendum. Samdóma álit var að þetta mót yrði klárlega endurtekið að ári. „Vill mótanefndin kona sérstökum þökkum til Grillhússins sem styrkti mótið og N1 sem gaf keppendum…Lesa meira

true

Gin- og klaufaveiki greindist í Slóvakíu

Gin- og klaufaveiki hefur nú greinst á þremur búum í suðurhluta Slóvakíu, í þorpunum Medvedov, Narad og Baka. „Gripið hefur verið til umfangsmikilla varúðarráðstafana til að hindra dreifingu smitsins, bæði af hálfu slóvakískra yfirvalda og Evrópusambandsins. Öll klaufdýr á viðkomandi búum verða aflífuð og um 2000 nautgripir í nágrenni búanna verða bólusett. Bólusetningin er eingöngu…Lesa meira

true

Bráðabirgðabrú víkur þegar ný verður byggð

Eins og fram kom í frétt hér á vefnum nýverið hefur Vegagerðin boðið út byggingu tveggja steyptra brúa á Vestfjarðavegi um Gufudalssveit. Annars vegar er um að ræða 58 metra langa brú á Djúpafjörð við Grónes og hins vegar um 130 metra langa brú á Gufufjörð. Innifalið í verkinu er rif á núverandi 119 m…Lesa meira

true

Leitað að skólastjóra næststærsta skóla landshlutans

Akraneskaupstaður hefur auglýst lausa til umsóknar stöðu skólastjóra Brekkurbæjarskóla. Leitað er að; „umbótasinnuðum og farsælum leiðtoga til að leiða metnaðarfullt skólastarf í öflugum skóla,“ segir í yfirskrift atvinnuauglýsingar sem birtist í Skessuhorni vikunnar. Umsóknarfrestur er til 30. mars nk. Arnbjörg Stefánsdóttir fráfarandi skólastjóri er Hornfirðingur að uppruna og starfaði sem skólastjóri Grunnskóla Hornafjarðar í nokkur…Lesa meira

true

Ný gönguleið um Borgarfjarðardali kynnt á aðalfundi FFB

Aðalfundur Ferðafélags Borgarfjarðarhéraðs, sá fjórði frá upphafi, var haldinn á Hótel Vesturlandi í gær. Þar var farið fyrir þau verkefni sem hafa verið í gangi á vegum félagins. Þar ber hæst fjölbreyttar gönguferðir sem félagið stendur fyrir í hverjum mánuði. Þá vinnur félagið að uppbyggingu gönguleiða og í sumar er vonast til að ljúka tveimur…Lesa meira

true

Júlíönuhátíð haldin í tólfta sinn í Stykkishólmi

Júlíana, hátíð sögu og bóka, stendur nú yfir í Stykkishólmi en þetta er í tólfta sinn sem hátíðin er haldin. Yfirskrift hátíðarinnar að þessu sinni er „Hver vegur að heiman er vegurinn heim.“ Í gærkvöldi var setningarhátíð í kirkjunni þar sem nemendur tónlistarskólans komu fram. Einnig voru afhent verðlaun fyrir ljóðasamkeppni og lesið úr verðlaunaljóðum.…Lesa meira

true

Ráðherra segir af sér embætti

Ásthildur Lóa Þórsdóttir, mennta- og barnamálaráðherra, boðaði í gær afsögn sína úr embætti. Ástæðan er sú að forsætisráðuneytinu hafði verið greint frá því að hún hafi fyrir 36 árum átt í ástarsambandi við 15 ára pilt, en sjálf var hún þá 22 ára. Þá starfaði hún við trúarsöfnuð þar sem unglingurinn var safnaðarmeðlimur. Þau eignuðust…Lesa meira

true

Hátíðisdagur í Borgarnesi þegar skóflustunga var tekin að íþróttahúsi

Sannkallaður hátíðisdagur var í Borgarnesi síðdegis í gær þegar skóflustunga að nýju fjölnota íþróttahúsi var tekin á íþróttavellinum við Skallagrímsgötu. Guðveig Lind Eyglóardóttir forseti sveitarstjórnar Borgarbyggðar hélt ávarp en hvatti svo gesti til að taka af skarið og hefja framkvæmdir. Fjöldi ungmenna var mætt með skóflur og lét ekki segja sér tvisvar að byrja að…Lesa meira