
Svipmynd af fundinum. Ljósm. FFB
Ný gönguleið um Borgarfjarðardali kynnt á aðalfundi FFB
Aðalfundur Ferðafélags Borgarfjarðarhéraðs, sá fjórði frá upphafi, var haldinn á Hótel Vesturlandi í gær. Þar var farið fyrir þau verkefni sem hafa verið í gangi á vegum félagins. Þar ber hæst fjölbreyttar gönguferðir sem félagið stendur fyrir í hverjum mánuði. Þá vinnur félagið að uppbyggingu gönguleiða og í sumar er vonast til að ljúka tveimur stærstu verkefnunum, þ.e. Hafnarfjalli þar sem eftir er að koma fyrir útsýnissskífu sem er verið að ljúka smíði á. Einnig er eftir að merkja sérstaklega hina sjö tinda Hafnarfjalls. Hitt stóra verkefnið er Vatnaleið en þar er eftir að koma fyrir vegprestum sem vísa á þekkt fjöll og hliðum með nafni leiðarinnar sem verða á upphafs- og endastað leiðarinnar.