Fréttir
Frá Stykkishólmi. Ljósm. gj

Júlíönuhátíð haldin í tólfta sinn í Stykkishólmi

Júlíana, hátíð sögu og bóka, stendur nú yfir í Stykkishólmi en þetta er í tólfta sinn sem hátíðin er haldin. Yfirskrift hátíðarinnar að þessu sinni er „Hver vegur að heiman er vegurinn heim.“ Í gærkvöldi var setningarhátíð í kirkjunni þar sem nemendur tónlistarskólans komu fram. Einnig voru afhent verðlaun fyrir ljóðasamkeppni og lesið úr verðlaunaljóðum. Allt frá því hátíðin hófst hafa Hólmarar hlotið viðurkenningu fyrir framlag til menningar- og framfaramála. Í gær voru það hjónin Ólafur K. Ólafsson og Lára Gunnarsdóttir sem voru heiðruð.