Fréttir
Einbeiting knapa og hrossa var mikil og glasið enn barmafullt. Skýr merki mátti sjá að mottumars er nú vel á veg kominn. Ljósm. iss

Þrautabrautarmót Borgfirðings verður klárlega endurtekið

Síðastliðið föstudagskvöld hélt hestamannafélagið Borgfirðingur þrautabrautarmót ásamt bjór- og mjólkurtölti í Faxaborg. Úr varð skemmtileg kvöldstund og mörg glæsileg tilþrif sáust á vellinum, bæði hjá yngri og eldri keppendum. Samdóma álit var að þetta mót yrði klárlega endurtekið að ári. „Vill mótanefndin kona sérstökum þökkum til Grillhússins sem styrkti mótið og N1 sem gaf keppendum og starfsmönnum mótsins pizzur í hléi,“ segir í tilkynningu frá Borgfirðingi.